Fyrstu leikir í svissnesku deildinni fóru fram í gær

Fyrstu leikir í svissnesku deildinni fóru fram í gær

 

Lið Hebu (Volley Toggenburg) mætti liði Volley Düdingen. Leikurinn byrjaði mjög jafnt og voru liðin jöfn alla hrinuna, en Toggenburg vann hana 25–22.

Önnur hrina byrjaði einnig jöfn, en í stöðunni 8–8 tók Düdingen nokkur stig í röð sem kom þeim í gott forskot. Þau leiddu hrinuna og unnu hana 16–25.

Þriðja hrina var svipuð annarri hrinu, Düdingen hafði yfirhöndina allan tímann. Toggenburg náði þó að minnka muninn í lokin, en það var of seint og vann Düdingen hrinuna 20 – 25.

Fjórða hrinan var hnífjöfn. Toggenburg náði fyrst forskoti í 18–16, en Düdingen jafnaði í 22–22. Liðin skiptust á að fá stig, en að lokum féll hrinan í hendur Düdingen, 27–29. Þau unnu því leikinn 1–3.

Aðrar niðurstöður í svissnesku deildinni:

NUC vs Volley Lugano 3–2
VBC vs Sm’Aesch 0–3
Genève vs Academy 3–1
Kanti Schaffhausen vs VFM 1–3