Einn leikur fór fram í Unbroken deild karla í kvöld þegar HK tók á móti Þrótti Reykjavík í Digranesi.
HK sat fyrir leikinn á botni Unbroken deildar karla með 0 stig eftir 5 leiki. Þróttur voru hinsvegar í 3.sæti með 11 stig.
Leikurinn fór nokkuð jafn af stað og skiptust liðin á stigum í byrjun fyrstu hrinu. Þróttur gaf hinsvegar hægt og rólega í og unnu fyrstu hrinu 25-16. Allt annað var uppá teningnum í annarri hrinu sem var töluvert jafnari og voru HK yfir 25-24, Þróttur tók hinsvegar næstu 3 stig og unnu hrinuna 27-25.
Öll orka virtist úr HK og gekk Þróttur á lagið og voru fljótlega komnir í 14-3. HK náði aðeins að rétta úr kútnum en það reyndist ekki nóg, Þróttur fór með öruggan sigur 25-16.
HK – Þróttur Reykjavík 0-3 (16-25, 25-27, 16-25)
Stigahæstur í leiknum var Przemyslaw Stasiek leikmaður Þróttar með 13 stig. Stigahæstur í liði HK var Riccardo Meucci með 9 stig.
Þróttur styrkir stöðu sína eftir sigurinn og nálgast nú Hamar og KA á toppi deildarinnar. 7 stig eru svo í Vestra sem eru í 4.sæti.