CEV Challenge Cup er spennandi Evrópukeppni þar sem félagslið frá mismunandi löndum keppa sín á milli.
Í hverri umferð eru tveir leikir (heima og heiman) og liðið sem er með fleiri stig eftir þessa tvo leiki fer áfram í næstu umferð. Þau lið sem náðu góðum árangri í fyrra fá beint sæti í 16 liða úrslitum. Sum lönd eru aðeins með eitt lið í keppninni, eins og bæði Danmörk og Færeyjar, en lönd sem eru með stórar deildir eru oftast með fleiri en eitt lið. Liðin sem fara í þessa keppni eru yfirleitt þau sem stóðu efst í deild sinni í sínu landi.
Í dag fara fram 32 liða úrslit. Holte, lið Söru Óskar Stefánsdóttur mætir slóvakíska liðinu Va Uniza Zilina. Fyrri leikurinn fer fram í Slóvakíu í dag kl. 18:30 (17:30 á íslenskum tíma). Því miður verður ekkert streymi, en hægt er að fylgjast með stigum á heimasíðu CEV undir Challenge Cup. Seinni leikurinn verður 4. nóvember í Danmörku, og það kemur í ljós seinna hvort streymi verður í boði.
Þá eiga Ævarr Freyr Birgisson og liðsfélagar hans í Færeyska liðinu Mjölni, heimaleik gegn Hollenska liðinu Sliedrecht í 32 liða úrslitum þann 12. nóvember kl 20:00. Seinni leikur liðanna verður 19. nóvember í Færeyjum.
Við óskum bæði Söru og Ævari góðs gengis í þessari skemmtilegu Evrópukeppni! ⚡🏐