Eftir hörkuleiki hjá báðum liðum tryggðu þau sér bronsið á Nevza í Færeyjum.
Stelpurnar áttu erfiðan leik gegn Englandi, þar sem þær voru undir lengi, en náðu að stíga upp á mikilvægum tíma og unnu fimmtu hrinuna 15–13. Leikurinn endaði því 3–2 (17-25, 21-25, 25-17, 26-24, 15-13) fyrir Ísland.
Strákarnir voru einnig í mikilli baráttu við Færeyjar en náðu að klára leikinn í fjórðu hrinu og tryggðu sér sigur 3–1 (16-25, 25-20, 25-17, 25-23)
Við óskum báðum liðum innilega til hamingju með frábæran endi á mótinu!