Í annarri umferð Svissnesku deildarinnar mætti Toggenburg lið Hebu Volleyball Academy.
Academy byrjaði leikinn mjög vel og náði 13–19 forustu í fyrstu hrinu, en Toggenburg snéri leiknum við undir lokin og vann hrinuna 25–23.
Toggenburg hélt svo áfram á sömu braut og vann aðra hrinu sannfærandi, 25–13.
Þriðja hrinan var jafnari, en Toggenburg hafði yfirhöndina mest allan tímann og tryggði sér sigurinn 25–20. Þar með vann Toggenburg leikinn 3–0.
Aðrar niðurstöður úr umferðinni
-
Düdingen vs. Kanti Schaffhausen: 1–3
-
Sm’Aesch vs. Genève: 3–0
-
Lugano vs. VBC Cheseaux: 2–3