Ævarr Freyr Birgisson spilar nú með liði Mjølni í Færeyjum. Mjølnir, fyrrum sigurvegarar Polestardeildarinnar koma sterkir inn í þetta tímabil. Liðið mun taka þátt í Challenge Cup, þar sem þeir mæta liði frá Hollandi, Sliedrecht, í 32 liða úrslitum.
Fyrsti leikur tímabilsins fór fram 21. september þegar Mjølnir mætti Fleyr og vann leikinn 3–0 (25–17, 25–17, 25–23). Ævarr skoraði 8 stig, en þeir Freere Philip og Ilic Filip voru stigahæstir með 14 stig hvor.
1. október mætti liðið svo SÍ. Sá leikur reyndist erfiðari, en Mjølnir hafði að lokum betur 3–1 (27–25, 25–18, 23–25, 25–17). Wang Jóhan Arni Elísson var stigahæstur með 17 stig og Ævarr skoraði 11 stig.
8. október lék Mjølnir gegn Ternan og rúllaði yfir þá með sannfærandi 3–0 sigri (25–20, 25–10, 25–12). Ævarr og Johannesen voru stigahæstir með 11 stig hvor.
11. október mættu þeir ÍF. ÍF lét leikinn ekki léttan frá sér, en Mjølnir tók öll þrjú stigin með 3–1 sigri (25–22, 20–25, 25–22,–20).
Næsti leikur Mjølnis fer fram 22. október kl. 18:00 (færeyskum tíma).