Einn leikur fór fram í Unbroken deild kvenna í dag en KA tók á móti Þrótti Fjarðarbyggð á Akureyri.
KA var fyrir leikinn í 2.sæti Unbroken deildar kvenna með 9 stig eftir 3 leiki, Þróttur Fjarðarbyggð var hinsvegar í 6. og neðsta sæti með 0 stig eftir 2 leiki.
KA stúlkur fóru vel af stað og voru komnar í 5-0 þegar Þróttur Fjarðarbyggð tekur sitt fyrsta leikhlé. KA gaf aldrei færi á sér og unnu fyrstu hrinu nokkuð örugglega 25-10.
Yfirburðir KA voru miklir í leiknum og fóru næstu tvær hrinur 25-15 og 25-9. Gífurlega sannfærandi sigur hjá KA og greinilegt að KA liðið ætlar ekki að leyfa HK að stinga af á toppi deildarinnar.
KA er því enn með fullt hús stiga, 12 stig eftir 4 leiki.
KA – Þróttur Fjarðarbyggð 3-0 (25-10, 25-15, 25-9)