Íslenskir dómarar dæma í CEV Challenge Cup í vikunni

Ísland á þrjá alþjóðlega blak dómara og verða þeir allir við störf á vegum CEV (Evrópska Blaksambandsins) í vikunni.

Þeir Jón Ólafur Valdimarsson, Ólafur Jóhann Júlíusson og Sævar Már Guðmundsson verða allir í eldlínunni í CEV Challenge Cup næstu vikurnar en þeir hefja allir leik í vikunni.

Sævar Már Guðmundsson heldur til Danmerkur þar sem hann verður aðaldómari í leik Holte og VA Uniza ZILINA frá Slóvakíu í 32. liða úrslitum kvenna þann 4. nóvember.

Sævar Már Guðmundsson

Ólafur Jóhann Júlíusson heldur til Noregs þar sem hann verður aðaldómari í leik Øksyl MYRE og KAUNAS VDU frá Litháen í 32. liða úrslitum kvenna þann 5. nóvember.

Ólafur Jóhann Júlíusson

Jón Ólafur Valdimarsson heldur til Finnlands þar sem hann verður aðaldómari í leik LP SALO og Fatum NYÍREGYHÁZA frá Ungverjalandi í 32. liða úrslitum kvenna þann 6. nóvember.

Jón Ólafur Valdimarsson