Holte mætti Uniza Zilina í öðrum leik í Challenge Cup í dag.

Zilina byrjaði leikinn mjög vel og voru með yfirhöndina í fyrstu hrinu, sem þær unnu 22-25.

Holte steig síðan upp og komu sterkar inn í aðra hrinu og unnu hana 25-19. Holte hélt áfram að spila mjög vel og unnu þriðju hrinu sannfærandi 25-15. Eftir að hafa verið komnar 2-1 yfir voru þær búnar að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum. En þær fóru ekki með hálfum hug inn í næstu hrinu og kláruðu hana 25-19, og þar með unnu 3-1.

Holte eru því komnar áfram í næstu umferð, þar sem þær munu mæta liðinu UVC Holding GRAZ frá Austurríki. Fyrri leikurinn fer fram í Austurríki 25. nóvember.

Óskum Söru og liðsfélögum til hamingju með að vera komin áfram í næstu umferð.