Holte IF, þar sem Sara Ósk Stefánsdóttir leikur, mætti slóvakíska liðinu VA Uniza Zilina miðvikudaginn 29. október í 32 liða úrslitum CEV Challenge Cup.
Leikurinn fór fram í Slóvakíu þar sem frábær stemning var í höllinni og margir áhorfendur mættir til að styðja sitt lið.
Það var spenna við völd allan leikinn þar sem liðin skoruðu til skiptis og hvert stig skipti miklu máli.
Holte IF hafði að lokum betur með 3–1 sigri eftir fjórar hnífjafnar hrinur, en úrslitin urðu 25–23, 22–25, 24–26 og 23–25.
Stigahæst í liði Holte var Mathilde Rolighed með 22 stig, á meðan Magdalena Kovacikova var stigahæðst fyrir lið VA Uniza Zilina með 20 stig.
Næsti leikur liðanna fer fram þriðjudaginn 4. nóvember kl. 18:00 að íslenskum tíma, þegar Holte IF tekur á móti VA Uniza Zilina á heimavelli sínum.
Keppnisfyrirkomulagið er þannig að lið fá stig eftir úrslit hvers leiks:
-
3 stig fyrir sigur 3–0 eða 3–1
-
2 stig fyrir sigur 3–2
-
1 stig fyrir tap 2–3
Ef liðin standa jöfn að stigum eftir báða leikina verður spiluð svokölluð gullhrina upp í 15 stig.
Holte IF þarf því á sigri að halda til að tryggja sér sæti í næstu umferð, en VA Uniza Zilina þarf á 3–0 eða 3–1 sigri að halda til að knýja fram gullhrinu.
Ekki er búist við að leikurinn verði streymdur, en hægt verður að fylgjast með lifandi stigagjöf (live score) á eftirfarandi slóð:
CEV Match Centre – Holte IF vs. VA Uniza Zilina
