HK ekki í miklum vandræðum fyrir austan

(Mynd: Sigga Þrúða)

Þróttur Fjarðarbyggð tók á móti HK í Unbrokendeild kvenna en liðin áttust einnig við í gær þar sem HK hafði betur 3-0 í bragðdaufum leik.

Það var svipað uppá teningnum í dag, þrátt fyrir jafnan leik í fyrstu hrinu þá reyndist það ekki nóg því að HK fór með nokkuð auðveldan sigur í leiknum 3-0 (25-20, 25-16, 25-9)

Stigahæst í liði HK var Helena Einarsdóttir með 17 stig. Stigahæstar í liði Þróttar Fjarðarbyggðar voru Hrefna Ágústa Marinósdóttir og Maria Jimenez Gallego með 6 stig hvor.

Með sigrinum styrkir HK stöðu sína á toppi deildarinnar með 15 stig eftir 5 leiki, liðið hefur ekki tapað einni einustu hrinu sem af er móti. Þróttur Fjarðarbyggð situr í 5. sæti án stiga eftir 2 leiki.

Staðan í Unbrokendeild kvenna

 

Næstu leikir í Unbrokendeild kvenna fara fram á miðvikudaginn og eru eftirfarandi:

19:30 , Völsungur – KA

20:15 , Afturelding – Þróttur Reykjavík/BFH