Tveir leikir fóru fram í Unbroken deild karla fyrir norðan í dag.
Fyrri leikurinn fór fram á Húsavík þegar Völsungur og Hamar mættust. Bæði lið voru nokkuð fámenn í dag en Völsungur var með 8 leikmenn á skýrslu á meðan Hamar var aðeins með 7 leikmenn á skýrslu. Heimamenn náðu aðeins að stríða gestunum en náðu hinsvegar eingöngu einni hrinu. Hamar fer því með nokkuð þægilegan sigur 3-1.
Völsungur – Hamar 1-3 (16-25, 16-25, 26-24, 12-25)
Stigahæstur í leiknum var Denis Pavlovs leikmaður Hamars með 24 stig. Stigahæstur í liði Völsungs var Juan Manuel Balnquer með 20 stig.
Seinni leikur dagins var viðureign KA og Vestra í KA heimilinu á Akureyri en KA hafði þar betur 3-0. Liðin hafa boðið uppá marga spennandi leiki seinustu tímabil og úrslitin getað endað báðum megin. Leikurinn í dag náði hinsvegar ekki þeirri spennu þó um nokkuð jafnar hrinur væri að ræða.
KA – Vestri 3-0 (25-20, 25-18, 25-22)
Stigahæstur í leiknum í dag var Jakub Pospiech leikmaður KA með 13 stig. Stigahæstu í liði Vestra var Benedikt Stefánsson með 11 stig.