Hamar og KA með sigra í Unbroken deild karla

Tveir leikir fóru fram í Unbroken deild karla í kvöld. Hamar tók á móti Vestra í Hveragerði og þá mættust Afturelding og KA í Mosfellsbæ.

Fyrri leikur kvöldsins var viðureign Aftureldingar og KA. Leikurinn var hörkuspennandi og sýna allar tölur að það var lítill munur á liðunum og ljóst að þessi lið eiga eftir að vera í mikilli baráttu í vetur. KA tók fyrstu hrinu 25-22 og þá næstu 30-28, hvorugt liðið ætlaði sér að gefa eftir hrinuna en að lokum voru það KA sem höfðu betur.

Afturelding kom sér inní leikinn með sigri í þriðju hrinu 25-22 og fóru vel af stað í fjórðu hrinu. KA reyndist hinsvegar sterkari aðilinn undir lokinn og fóru með sigur í fjórðu hrinu 25-21 og vinna leikinn því 3-1.

Afturelding – KA 1-3 (22-25, 28-30, 25-22, 21-25)

 


 

Seinni leikur kvöldins var svo viðureign Hamars og Vestra.

Mikill spenna var í þeim leik og skiptu liðin með sér fyrstu tveimur hrinunum, Hamar fór með sigur í þeirri fyrstu 25-18 og Vestri tók svo aðra hrinu 25-22. Spennan náði svo hámarki í þriðju hrinu sem endaði að lokum með sigri Hamars 26-24. Hamar náði svo að bíta vel frá sér í fjórðu hrinu og fóru að lokum með sigur 25-16 og vinna því leikinn 3-1.

Hamar – Vestri 3-1 (25-18, 22-25, 26-24, 25-16)

 

Stöðuna í Unbroken deild karla eftir leiki kvöldsins má sjá hér: