Dregið í fyrstu umferðir Kjörísbikarsins

Mynd: Mummi Lú

Kjörísbikarinn hefst í byrjun desember en í dag var dregið í fyrstu viðureignir keppninnar þetta tímabilið.

Unbroken deildir karla og kvenna hafa farið vel af stað með mörgum spennandi leikjum. Í dag var hins vegar komið að því að snúa sér að bikarkeppninni en Kjörísbikarinn hefst í lok árs. Alls eru 10 lið skráð til leiks í Kjörísbikar karla og verður leikið í 16-liða úrslitum í desember. Keppni kvennamegin hefst í janúar þar sem að einungis voru 8 lið skráð til leiks. Því hefst keppnin strax í 8-liða úrslitunum.

Dregið var í tvær viðureignir 16-liða úrslitanna karlamegin en úrvalsdeildarliðin gátu ekki mæst innbyrðis í 16-liða úrslitunum. Einnig var dregið í 8-liða úrslitin sem fara fram í upphafi árs 2026. Á dagskrá verða fjölmargir hörkuleikir en sem dæmi má nefna viðureign Hamars og KA karlamegin. Úrslitahelgin í Kjörísbikarnum fer svo fram í Digranesi dagana 12.-14. mars 2026. Viðureignir 16-liða og 8-liða úrslitanna eru eftirfarandi:


16-liða úrslit karla

KA Splæsir – Vestri

Leiknir – Þróttur Fjarðabyggð

8-liða úrslit karla

Þróttur R – Afturelding

Völsungur – KA Splæsir / Vestri

Leiknir / Þróttur Fjarðabyggð – HK

Hamar – KA

8-liða úrslit kvenna

Þróttur R/BFH – Völsungur

Þróttur Fjarðabyggð – KA

Ýmir – Afturelding

UMFG – HK