KA og Afturelding mættust í Unbroken deild kvenna í dag en leikið var á Akureyri.
Þessi sömu lið mættust í gær í hörkuleik þar sem KA hafði að lokum sigur 3-1. KA liðið fór vel af stað í dag og vann fyrstu hrinu með miklu yfirburðum 25-11. Lið Aftureldingar gafst ekki upp og héldu þær vel í við KA liðið í næstu tveimur hrinum. KA reyndust hinsvegar betri aðilinn og unnu næstu tvær hrinu 25-20 og 25-23 og leikinn þar með 3-0.
KA – Afturelding 3-0 (25-11, 25-20, 25-23)
Stigahæst í leiknum var Julia Bonet Carreras leikmaður KA með 13 stig. Stigahæst í liði Aftureldingar var Heiðbrá Björgvinsdóttir með 8 stig.