Forma­ur BL═ er fastur Ý netinu

Forma­ur BL═ er fastur Ý netinu Forma­ur BLÝ er fastur Ý netinu a­ ■essu sinni.

Forma­ur BL═ er fastur Ý netinu

Jason ═varsson
Jason ═varsson

Formaður BLí er fastur í netinu að þessu sinni. Það er óþarfi að kynna Jason Ívarsson fyrir lesendum. Jason hefur verið formaður BLÍ undanfarin ár og eðlilega hefur því mikið mætt á honum. Volleyball.is óskaði eftir svörum formannsins við nokkrum laufléttum spurningum. Jason varð fúslega við þeirri bón enda ljúfmenni hið mesta.

Hvernig lýst þér á nýhafið blaktímabil?

Að frátöldum afföllum á liðum í Úrvalsdeild kvenna þá lýst mér bara vel á leiktímabilið í vetur.

Eigum við eftir að sjá Aganefnd BLÍ oft að störfum í vetur?

Vonandi verður Aganefnd sem mest í fríi í vetur.

Eru vandamál  í samskiptum dómara og erlendra leikmanna?

Að mínu mati eru ekki vandamál í samskiptum dómara og erlendra leikmanna, né heldur innlendra.

Almennt séð getur núningur á milli dómara og leikmanna stafað af mistúlkun og hreinlega stundum vanþekkingu þeirra síðarnefndu á leikreglunum.

Einnig ber að hafa það í huga að leikreglurnar setja leikmönnum og þjálfurum mjög strangar skorður í hegðun og athöfnum á leikvellinum svo og samskiptum við dómara.

Það er tvennt ólíkt að dæma leik eða taka þátt í honum sem þjálfari eða leikmaður.

Þess vegna finnst mér að sem flestir blakmenn ættu að taka dómarapróf og sinna dómgæslu.

Nú varst þú landsdómari í blaki lengi vel, lentirðu einhvern tímann í háska?

Sem betur fer lenti ég ekki í vanda á mínum dómaraferli. Ef ég man rétt þá þurfti ég aðeins einu sinni að vísa leikmanni af velli og það hafði ekki nein eftirmál í för með sér.

Myndirðu segja að þú hafir verið spjaldaglaður dómari?

Með vísan í fyrra svar mitt þá er er svarið nei, enda átti ég ekki nein spjöld lengi vel.

Er það eðlilegt að dómarar hlaupi niður úr dómarastólnum til þess að veifa spjöldum?

Að öðru jöfnu þá skal aðaldómari halda kyrru fyrir í dómarastólnum þar til leik er lokið. Ef eitthvað er óljóst eða þarfnast nánari skýringa við þá skal hann kalla aðstoðardómara til sín.

Hvað er einkennið á góðum dómara?

Góður dómari á að mínu mati að forðast það að vera í aðalhlutverki leiksins. Hann á að halda föðurlega utanum leikinn og láta hann ganga eðlilega fyrir sig án þess að vera smásmugulegur en jafnframt að vera fastur fyrir.

Geturðu lýst keppnisferli þínum hjá UMF. Samhygð í 50 orðum?

Lið UMF Samhygðar sem lék í 2. deild var um margt skemmtilegt lið og var lengi skipað þremur bræðrapörum. Ég var næstminnstur í liðinu á undan Markúsi bróður mínum sem var langminnstur.

Ég var fyrirliði liðsins auk þess að vera besti maður og vítaskytta þess.

Eitt sinn vorum við hársbreidd frá því að komast í úrslitaleik bikarkeppninnar.

Finnst þér eðlilegt að Aganefnd BLÍ setji leikmenn í 10 mánaða leikbann án þess að þeir geti áfrýjað?

Aganefnd úrskurðar eftir agareglum eins og þær eru hverju sinni. Frekara svar verður að bíða æviminninga minna.

Hefur þú einhvern tímann gleymt að borga í stöðumælinn?

Ég forðast yfirleitt að leggja í stæði þar sem stöðumælir er. Eflaust hef ég einhverntíman gleymt að greiða í mælinn án þess þó að það hafi komið illa við pyngjuna.


Athugasemdir

SvŠ­i

ę VOLLEYBALL.IS 2016