Žegar kappiš ber leikinn ofurliši

Žegar kappiš ber leikinn ofurliši Žaš hljóta aš teljast stórtķšindi žegar aš leikmašur gengur ķ skrokk į dómara. Skiptir žį engu mįli hvernig dómari

Žegar kappiš ber leikinn ofurliši

Spjöldin tala!
Spjöldin tala!

Það hljóta að teljast stórtíðindi þegar að leikmaður gengur í skrokk á dómara. Skiptir þá engu máli hvernig dómari leiksins hefur staðið sig. Flestir sem að hafa stundað keppni í blaki hafa einhvern tímann orðið ósáttir með störf dómara. Það er hluti af leiknum og leikmenn verða að temja sér aga og virðingu fyrir grunngildunum. Það að leikmenn geri sig seka um ítrekaða vanvirðingu og leggi síðan hendur á dómara eins og átti sér stað í leik Aftureldingar og Stjörnunnar,  getur ekki verið til þess fallið að bæta ímynd íþróttarinnar út á við. Blak er leikur án snertingar við andstæðinginn og þar skiptir snerpa, tækni og kraftur meira máli en  líkamsmeiðingar.

Volleyball.is greindi frá dómaramálum í júlí síðastliðnum og vék þá að skýrslu dómaranefndar fyrir síðasta starfsár þar sem að frá því er greint  að einum dómara hafi verið hótað líkamsmeiðingum eftir leik í undankeppni í bikarkeppni BLÍ. Viðkomandi leikmaður fékk strax refsingu og útilokun frá dómara leiksins, sem þýddi að mál viðkomandi fór beinustu leið til Aganefndar BLÍ. Aganefnd BLÍ úrskurðaði viðkomandi leikmann í tveggja leikja bann en í skýrslu Dómaranefndar BLÍ er vikið að því að mikil óánægja hafi verið með þá niðurstöðu. Í framhaldi ritaði Dómaranefnd BLÍ bréf til Agnefndarinnar sem að svaraði ekki erindinu enda kannski ekki verksvið nefndarinnar að taka afstöðu til slíkra erinda heldur frekar á verksviði stjórnar BLÍ.

Nú er hinsvegar komin brýn ástæða fyrir stjórn Blaksambandsins að taka á þessum málum og senda út skýr skilaboð til leikmanna og forystumanna, að líkamsmeiðingar og hótanir verði ekki liðnar. Volleyball.is kallar eftir viðbrögðum við skýrslu dómaranefndar og viðbrögðum við þeirri hneisu sem að blakíþróttin varð fyrir í gærkvöld. Hér skiptir einnig máli að leikmenn, forystmenn og dómarar vinni saman sem ein heild þar sem virðing og agi er grundvallaratriðið.

Agareglur þurfa líka að vera skýrar og eftir lestur Volleyball.is á agareglum BLÍ þá virðist sem að þær reglur séu gamlar og lítt í takt við hið breytta þjóðfélagsmynstur sem við búum við, með fjölda samfélagsmiðla sem opna einnig fyrir ummæli um leikinn sjálfan. Þar þarf að gæta hófs sem annars staðar en agareglur þurfa líka að ná yfir samfélagsmiðlana. Hegðun og hollysta gagnvart íþróttinni snýst ekki eingöngu um framgöngu innan vallar heldur einnig með háttvísri framkomu á samfélagsmiðlum svo sem facebook, bloggsíðum o.s.frv. Þetta er samt hluti af annarri umræðu en gott að minna á hana og tímabært í ljósi aðstæðna.

Með vísan í hið alvarlega atvik í Mosfellsbæ þá er ljóst að stjórn BLÍ getur ekki beðið lengur með að grípa til aðgerða, endurskoða þarf agareglur sambandsins enda eru þær barns síns tíma sem og starfssvið aganefndar sambandsins.

Þegar þetta er ritað hefur framkvæmdastjóri BLÍ, Sævar Már Guðmundsson, stigið fram og fordæmt athæfið fyrir hönd stjórnar BLÍ eins og greint var frá í hádegisfréttum á RÚV. Það er hins vegar rétt að menn stigi varlega til jarðar og bíði með að fordæma leikmanninn sem að um ræðir enda kunna að vera undirliggjandi ástæður í þessu máli. Í hádegisfréttum RÚV segir svo frá að hinn erlendi leikmaður hafi talað um ,,útlendingahatur‘‘ dómara. Sævar greindi frá því í viðtalinu við Rúv að viðurlög við athæfinu geti verið allt að lífstíðarbann.

Það hljómar illa þegar að helstu tíðindi af blaki í íslenskum fjölmiðlum fara í það að greina frá líkamsmeiðingum en ekki af afrekum leikmanna og félaganna. Hér er eitthvað mikið að.  Volleyball.is man þá tíð þegar að mikil umræða var um útlendinga í íslensku blaki og orðið ,,útlendingahatur‘‘ fór á flug. Við eigum að fagna því að hafa haft alla þessa erlendu leikmenn hér á landi enda hafa margir þeirra staðið sig frábærlega og verið íslensku blaki til framdráttar.

Nú er lag að menn vinni saman að því að virkja það jákvæða í leiknum, þar skiptir framkoma dómara höfuðmáli en þeir mega ekki setja sig á of háan hest heldur þurfa þeir að þjónusta leikinn, nota visku sína og reynslu til þess að leiðbeina leikmönnum. Leikmenn og forystumenn þurfa einnig að sýna gott fordæmi inn á vellinum sem og utan hans þar sem agi og virðing eru lykilatriði.


Athugasemdir

Svęši

© VOLLEYBALL.IS 2016