TÝmi til a­ breyta

TÝmi til a­ breyta ┌rslitin ˙r nřafst÷­num landsleikjum gefa svo sannarlega tilefni til ■ess a­ staldra vi­ og huglei­a mßlin. RŠ­a ■arf hva­ fˇr

TÝmi til a­ breyta

Karlalandsli­i­ ßsamt Grikkjum
Karlalandsli­i­ ßsamt Grikkjum

Úrslitin úr nýafstöðnum landsleikjum gefa svo sannarlega tilefni til þess að staldra við og hugleiða málin. Ræða þarf hvað fór úrskeiðis og hvað hefði mátt betur fara?

Karlalandsliðið náði sér aldrei á strik og tapaði öllum 7 leikjum sínum, 3 leikjum í forkeppni HM og síðan 4 leikjum á smáþjóðaleikunum í Lúxemborg í lok maí. Úrslitin hjá körlunum tala sínu máli. Þau eru skýr og afdráttarlaus, 21-0. Sjö leikir í röð töpuðust allir 3-0. Engin hrina vannst. Slíkt er óásættanlegt sérstaklega þegar smáþjóðaleikarnir eru teknir inn í heildarmyndina.

Á fagmáli heitir þetta að verpa eggjum. Þau urðu 21 eitt talsins. Það verður þó að geta þess að þátttaka í forkeppni HM er ný af nálinni fyrir blaklandsliðin og því jávætt að karla- og kvennaliðin hafi farið til Svíþjóðar og Litháen til þess að takast á við önnur lið en þau sem að menn spila vanalega við á smáþjóðaleikunum. Að spila við sterkar blakþjóðir eins og Grikkland, Svíþjóð og Noreg, Eistland, Lettland og Litháen hefur gildi því þar mætum við sterkari andstæðingum og fáum raunsætt mat á stöðuna.

Úrslitin hjá kvennalandsliðinu voru heldur ekkert til þess að stæra sig af en liðið lék 6 leiki í heildina en þeir töpuðust allir. Í forkeppni HM mætti liðið Litháen, Eistlandi og Lettlandi. Andstæðingarnir reyndust mun sterkari og allir þrír leikirnir töpuðust 3-0. Á smáþjóðaleikunum í Lúxemborg voru ágætar rispur inn á milli en liðið laut samt lægra haldi fyrir Kýpur (3-0), Lúxemborg  (3-1) og San Marinó (3-1).

Smáþjóðaleikarnir eru þekkt stærð en það er engu að síður mikilvægt að breyta til og takast á við nýjar áskoranir og ný verkefni. Allir þurfa nýjar áskoranir, setja markið hærra og ná betri árangri það hlýtur að vera takmarkið. Niðurstaðan var afgerandi en í ósigrunum felast einnig tækifæri til þess að gera betur og það þarf líka trúna á upprisuna.

Þegar öllu er á botninn hvolft þá er öll blakhreyfingin undir og samábyrg fyrir niðurstöðunni, félögin sem að rækta og þróa getu leikmanna bera ábyrgð á uppeldinu. Leikmennirnir bera ábyrgð á frammistöðu sinni á leikvellinum og síðast en ekki síst þá bera þjálfararnir sem að slípa liðin saman ábyrgð á úrslitunum. Allir verða að leggja sitt af mörkum. Forystumennirnir verða einnig að standa vörð um grundvallaratriðin og sjá til þes að hæfustu þjálfararnir þjálfi landsliðin og faglega sé staðið að ráðningu þeirra. Greinilegt er að gera þarf meiri kröfur til landsliðsþjálfara en gert er í dag og skiptir þar mestu aukin menntun og fræðsla miklu máli. Leikmenn, þjálfarar og forystumenn þurfa einnig að axla sína ábyrgð og vinna markvisst að því að gera betur.

Í alþjóðakeppnum þarf að þarf að leikgreina andstæðingana, þekkja styrk þeirra og veikleika og vita að hverju menn ganga áður en á hólminn er komið. Slík forvinna skiptir máli og hana ber að taka alvarlega. 

Þrátt fyrir afar neikvæð úrslit þá er jákvætt að blaklandsliðin hafi tekið þátt í forkeppni Heimeistaramótanna í blaki 2014. Landsliðin fengu ný verkefni og leikmennirnir sjá hvar þeir standa í alþjóðlegum sambanburði. Að þekkja veikleikana er líka styrkur þegar fram í sækir en umfram allt er það skylda okkar að læra af skakkaföllunum og búa betur um hnútana fyrir næstu mót. Hér skiptir mestu að fleiri og betri leikmenn komi fram á sjónarsviðið auk þess sem að forystumennirnir hugi að því að fá landsleiki til Íslands, stofni til alþjóðlegra móta og alþjóðlegra samskipta. Það gengur ekki lengur að treysta á það að smáþjóðaleikarnir einir séu uppspretta afreksmanna í íslensku blaki. Sá tími er löngu liðinn.

Við byggjum ekki upp landsliðsmenningu í útlöndum heldur með því að skapa hefð fyrir leiknum heima fyrir. Það er kominn tími til þess að breyta arfagömlu skipulagi, hugsa hlutina upp á nýtt og setja niður skýr markmið  fyrir næstu 4 árin. Ný hugsun og ný nálgun eru af hinu góða. Hættum að verpa eggjum og göngum skipulega til leiks.


Athugasemdir

SvŠ­i

ę VOLLEYBALL.IS 2016