Sunnudagshugvekjan

Sunnudagshugvekjan V÷xtur og framgangur blaks hefur veri­ allnokkur ß sÝ­ustu misserum og ■vÝ ber a­ fagna. Me­ tilkomu ne­ri deilda sk÷pu­ust lÝka

Sunnudagshugvekjan

Leifur Har­arson fyrrum al■jˇ­adˇmari
Leifur Har­arson fyrrum al■jˇ­adˇmari

Vöxtur og framgangur blaks hefur allnokkur á síðustu misserum og því ber að fagna. Með tilkomu neðri deilda sköpuðust líka tækifæri til þess að efla starfið og fá nýja vídd í það. Einn er þó sá hængur á en það er skortur á dómurum til að takast á við aukin umsvif.

Volleyball.is hefur fengið ábendingar frá dómurum sem vilja einmitt að þessi mál séu rædd opinskátt enda gengur það ekki að of fáir dómarar beri ábyrgð á hundruðum leikja eins og staðan er nú. Hér er greinilega verk að vinna og það þarf vitunarvakningu og skýra framtíðarsýn hjá Blaksambandi Íslands. Hæfir dómarar verða ekki til á einni nóttu, það þarf mikla eftirfylgni, æfingu og skapandi hugsun til þess að fjölga dómurum.

Volleyball.is benti á í frétt fyrr á árinu  http://volleyball.is/is/frettir/38-domarar-daemdu-576-leiki-2012 á staðreynd málsins.  Staðan er alvarleg og við núverandi ástand verður ekki unað. Sá sem dæmdi flesti leiki 2012, dæmdi 69 leiki eða meira en einn leik á viku. Það að aðeins 38 dómarar dæmdu 576 leiki 2012 sýnir að það þarf ekki mikið til þess að of mikið álag verði á of fáum dómurum.

Það vekur einnig athygli að viss félög virðast ekki eiga nægjanlega marga dómara innan sinna vébanda. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra og ástandið verður að teljast eldfimt þegar að einungis 9 dómarar eru eftir á SV-horni landsins til þess að dæma í efstu deildum Íslandsmótsins. Þegar dómarar segja sig síðan frá dómaraverkefnum vegna þess að þeir telja sig eiga hættu á því að verða fyrir aðkasti og leiðindum eins og dæmin sýna þá er mælirinn fullur.

Hér þarf nýja hugsun og nýja nálgun þar sem hagsmunaaðilar setjast niður og ræða málin ofan í kjölinn. Það er of mikið í húfi þegar að dómarar eru farnir að færast undan því að dæma leiki, þá er kominn tími til þess að grípa inn í atburðarrásina. Orðræða og frekari samskipti aðila eru upphafið að bættu tíðarfari.


Athugasemdir

SvŠ­i

ę VOLLEYBALL.IS 2016