Sunnudagshugvekjan

Sunnudagshugvekjan Ůa­ ver­ur a­ segjast eins og er a­ blak er ekki s˙ Ý■rˇtt sem a­ almenningur ß ═slandi tengir vi­ Ý■rˇttaafrek. Ůa­ eru or­ a­ s÷nnu,

Sunnudagshugvekjan

Að byggja upp afrekskúltúr

Það verður að segjast eins og er að blak er ekki sú íþrótt sem að almenningur á Íslandi tengir við íþróttaafrek. Það eru orð að sönnu, en þær aðstæður skapa líka tækifæri til þess að gera betur og vinna markvisst að því að takast á við viðfangsefnið á nýjum forsendum. Það er ekki verk einnar nætur að byggja upp afrekskúltúr heldur er frekar um að ræða verkefni sem að tengist starfi heillar kynslóðar. Slíkt verkefni kalla á nýjar hugsjónir og umfram allt hugarfarsbreytingu, innleiðingu nýrra vinnubragða þar sem  að skýr framtíðarsýn er til staðar.
 
Ef einn hlekkur nær ekki að tengjast atburðarrásinni í rauntíma eða er of veikur þá næst ekki samfella í starfinu, t.d. þurfa yngri landslið að vera mótuð með það í huga að leikmenn færist á milli landsliða eins og þroski og geta segir til um. Það er samt ekki nóg að ætla að ef menn eru settir í landslið á unga aldri að þeir verði góðir leikmenn í framtíðarlandsliðum Íslands. Markviss þjálfun, afreksmarkmið og ræktun hugarfars þar sem einblínt er á árangur og stöðug hvatning þarf að vera hluti af hæfileikamótun leikmanna. Það skiptir höfuðmáli að leikmennirnir séu sjálfir þátttakendur í atburðarrásinni og hluti af heildarmyndinni. Það þarf að innleiða hugarfar sem hvetur til árangurs þar sem vinnusemi er í forgrunni. Þetta þekkja þjálfarar og leiðtogar sem standa frammi fyrir því að byggja upp liðsheild.

Það þarf með öðrum orðum að klæða hugsjónir manna í áþreifanlegan búning og þar skipta forystuhlutverk þeirra sem að starfa innan blakhreyfingarinnar miklu máli. Eru við komin á endastöð hugmyndanna í afreksstarfinu eða er tími upprisu hafinn? Margt virðist benda til þess að nokkur kraftur sé í blakstarfinu þessa dagana, en það má líka spyrja er það nóg?  Ríkir kannski stöðnun?  Erum við stöðugt að endurtaka það sem við höfum gert áður og lifum við einungis fyrir daginn í dag?  Er einhver að hugsa um Ríó 2016 eða finnst mönnum það of fjarlægur draumur?
 
Sitjum við kannski uppi með fullt af blakfólki sem hefur hæfileika og getu, en það fær ekki réttu þjálfunina eða  hvatningu til þess að ná árangri?  Sitjum við kannski á gullnámu, en enginn er að stýra greftrinum? Hafa blakfélögin og BLÍ sett sér einhver raunhæf markmið til framtíðar? Fyrsta lexían í greiningu hæfileika er að skilja að góðir leikmenn á unga aldri eru ekki endilega þeir bestu þegar fram í sækir.

Gilda einhver önnur lögmál á Íslandi frekar en í Danmörku eða í Argentínu? Hafa danskir og argentínskir piltar og stúlkur eitthvað forskot frá náttúrunnar hendi eða er þetta í genunum? Flestir sem þekkja til mótunar afreksstarfs vita að allir fæðast jafnir inn í þennan heim en það er hugarfarið og vinnusemin sem að skipta höfuðmáli þegar ná á árangri.

Hvernig á að finna hæfileika:

http://www.youtube.com/watch?v=VfgmIEBZG3A

Skilningur plús Vinnusemi = Árangur

Að greina hæfileikana:

http://www.youtube.com/watch?v=LfUvchfrcS0

Erum við drifin áfram á því að vera bara með eða á því að reyna að gera stöðugt betur? Það er stigsmunur á þessu tvennu og það þarf því skilning á því að til þess að ná árangri þá þarf hugarfarsbreytingu. Slík hugarfarsbreyting kallar á breyttan kúltúr og framtíðarsýn með nýrri endastöð. Forystumennirnir verða að spyrja sig hvort að hægt sé að brúa bilið á milli okkar og þeirra þjóða sem við erum að keppa við. Tækifærin eru til staðar núna því sennilega erum við með meiri efnivið í yngri flokkunum í dag en fyrir áratug.  Æskan þarf forystu og hún vill ná árangri eins og við sjáum þegar við horfum yfir íþróttasviðið á síðustu árum. Íslensk landslið í hinu ýmsu greinum hafa verið iðin við kolann og það staðfestir að við höfum efniviðinn, hugvitið og hæfileikana.

Það má ekki gleyma því að forustumennirnir leggja hart að sér, en þeir eru flestir sjálfboðaliðar og daglegt starf hefur því sín takmörk. Það þýðir samt ekki að segja að menn þurfi alltaf að vera um borð í sama vagninum með sama útisýninu og sömu stoppistöðunum. Það eru tækifæri til staðar, en menn þurfa að greina aðstæðurnar, ná áttum og laga sig að nýjum þörfum og skapa nýtt leiðarkerfi sem að mótar afreksstarfið til framtíðar. Starfið má ekki einskorðast við endastöðvar heldur frekar við skapandi hugsun og vilja til þess að gera betur þannig búum við í haginn og náum betri árangri.


Athugasemdir

SvŠ­i

ę VOLLEYBALL.IS 2016