Ég vil keppa á Ólympíuleikum

Ég vil keppa á Ólympíuleikum Ţađ verđur ađ teljast jákvćtt skref ađ íslensk ungmenni tóku ţátt í forkeppni fyrir Youth Olympics eđa Ólympíuleika ungmenna

Ég vil keppa á Ólympíuleikum

Íslensku ungmennin í Berlín. Mynd BLÍ
Íslensku ungmennin í Berlín. Mynd BLÍ

Það verður að teljast jákvætt skref að íslensk ungmenni tóku þátt í forkeppni fyrir Youth Olympics eða Ólympíuleika ungmenna sem fram fara á næsta ári í Nanjing í Kina. Þessi skref marka tímamót í íslenskri blaksögu og þau verða í heildina að teljast hvatning til frekari afreka. Hér skiptir máli að BLÍ auki frekar starfið yfir sumartímann og til þess þarf markvissari vinnubrögð og fleiri starfsmenn til þess að halda utan um allt landsliðsstarfið og útgerðina sem að fylgir því.

Á heimasíðu CEV og BLÍ er viðtal við ungu leikmennina sem að hlutu eldskírn sína í alþjóðlegri strandblaks keppni. Þrátt fyrir það að allir leikir hafa tapast þá er greinilegt að efniviðurinn er til staðar og líklegt má telja að gera megi enn betur þar sem metnaðurinn er til staðar hjá þessum ungu leikmönnum.

"Ég vil spila á Ólympíuleikum, ekki endilega Ólympíuleikum ungmenna heldur þeim stóru. Við vitum að við þurfum að leggja hart að okkur og æfa vel til að verða betri og ná betri árangri", segir Elísabet Einarsdóttir. Orð Elísabetar segja meira en mörg orð enda takmarkið og stefnan skýr að leika og keppa á móti þeim bestu eins og segir í viðtali á heimasíðu BLÍ.

Theódór Óskar Þorvaldsson segir ennfremur í viðtali við heimasíðu CEV að það sé einungis hægt að æfa og keppa í takmarkaðan tíma vegna veðurfars á Fróni en hann vekur einnig athygli á því að það sé einungis einn aðili sem að bjóði upp á æfingaaðstðu fyrir strandblak innanhúss og sú aðstaða sé í einkaeigu.

Hér er verk að vinna fyrir forystumenn blakíþróttarinnar á Íslandi sem þurfa að krefjast úrbóta og beita sér fyrir bættri aðstöðu fyrir keppni í strandblaki, jafnt innan- sem utanhúss. Strandblak er Ólympísk íþróttagrein og hefur verið ein vinsælasta keppnisgreinin á Ólympíuleikum eins og greint hefur verið frá. Norðmenn hafa yfir 2000 útivelli og þeir nyrstu eru nærri heimskautinu ef svo má að orði komast auk þess er fjöldi inni valla til staðar.

Ísland getur tekið sér Noregur til fyrirmyndar í þessum efnum og byrjað hægfara uppbyggingu en þá þarf BLÍ að beita sér af festu í þessu máli. Sumarið er tíminn syngur Bubbi Morthens og undir það má taka. Sumarið er stutt og það þarf aga og skipulagningu til þess að hámarka möguleika strandblaks á Íslandi en til þess þarf trúverðugt Íslandsmót með góðum völlum, áhorfendaaðstöðu, sjónvarpi, styrktaraðila, verðlaunafé og góða leikmenn til þess að efla ímynd greinarinnar.

Framtíð strandblaks á Íslandi mun ráðast af því að menn skilji og tileinki sér þessi atriði. Strandblak þarf að verða íþrótt sem að laðar að nýja íþróttamenn sem sjá sér hag af því að leggja stund á greinina. Til þess að svo megi verða þá þarf aukna kynningu og agaðri vinnubrögð hjá hagsmunaðilum greinarinnar. Það gilda engin önnur viðmið í Noregi frekari en á Íslandi.

 

 


Athugasemdir

Svćđi

© VOLLEYBALL.IS 2016