┴kv÷r­un R┌V vonbrig­i

┴kv÷r­un R┌V vonbrig­i ┴kv÷r­un R┌V um a­ sřna ekki beint frß bikar˙rslitaleikjunum Ý blaki er k÷ld vatnsgusa framan Ý blakhreyfinguna Ý landinu og

┴kv÷r­un R┌V vonbrig­i

Ákvörðun RÚV um að sýna ekki beint frá bikarúrslitaleikjunum í blaki er köld vatnsgusa framan í blakhreyfinguna í landinu og íþróttastarfið í heild. Fyrir ári síðan handsalaði Blaksamband Íslands samning við RÚV um að sýnt yrði beint frá leikjunum a.m.k. næstu þrjú árin. Það heiðursmannasamkomulag hefur nú verið rofið.

Blaksamband Íslands kostar miklu til við að gera leikinn sjónvarpsvænan og tjaldar til að mynda opinberum keppnisdúk og umgjörð sem á að tryggja að útsendingarnar fari fram með besta móti og sjálfri Laugardalshöllinni er kostað til þannig að RÚV eigi sem bestan aðgang. Ein aðal gagnrýni RÚV fyrr á tímum var að íþróttahúsin og umgjörðin með leikjunum væri ekki nægjanlega góð, en á síðustu 4 árum hefur orðið bylting í umhverfi bikarúrslitaleiksins einmitt með það að leiðarljósi að skapa rétta umgjörð og mæta þannig kröfum sjónvarpsins.

Það er eðlilegt að forystumenn blakhreyfingarinnar krefji RÚV svara sem og íþróttahreyfingin öll. Þetta er ekki einkamál blakíþróttarinnar. Það er eðlilegt að RÚV svari því hvers vegna hægt er að sjónvarpa frá einni grein fremur öðrum og  stýra því hvað fer í loftið. Það er ljóst að mikil mismunum á sér stað þegar kemur að beinum íþróttaútsendingum í sjónvarpi eins og dæmin sanna. Stjórn Blaksambandsins á auðvitað að fara með málið lengra og krefjast þess að fá yfirlit yfir beinar sjónvarpútsendingar frá íþróttaviðburðum í sjónvarpinu og krefjast sundurliðunar á milli greina.

Það er eðlilegt að fjölmiðill sem er eingöngu í eigu ríkisins starfi með jafnrétti að leiðarljósi, allavega að hann sýni sanngirni. Fer blakhreyfingin fram á of mikið þ.e. að hápunkti tímabilsins séu gerð skil einu sinni á ári eins og hefð hefur verið fyrir?

Volleyball.is hefur fyrir því heimildir að ákvörðun RÚV um að sýna ekki bikarúrslitaleikina beint hafi verið tilkynnt Blaksambandi Íslands einungis nokkrum dögum fyrir viðburðinn og það er alsendis óþolandi að búa við slíka framkomu. Í hinu neikvæða svari RÚV var sagt að mikill niðurskurður ætti sér stað í starfssemi RÚV og slík svör verða að teljast léttvæg á sama tíma og vissar greinar eru stöðugt á skjánum, jafnt í beinum sjónvarpsútsendingum sem í fréttum.

Blakhreyfingin verður samt að líta í eigin barm og vinna betur að markaðssetningu bikarúrslitaleikjanna og það þarf sérstaklega að taka tillit til þarfa fjölmiðla og huga að aukinni aðsókn áhorfenda.

Það hafa ríkt miklir fordómar gagnvart blakíþróttinni hjá fjölmiðlum landsins en þeir eiga ekki einir sökina. Gæði starfsins og umgjörð mótanna þarf að batna og almenningur þarf að hafa áhuga líka og þar skipta fjölmiðlar miklu máli. Spurningin hvað ræður því hver fær mínútur til ráðstöfunar í sjónvarpi hefur aldrei verið skilgreindur og kannski er kominn tími til þess að RÚV marki stefnuna í þessu tilliti svo allir séu jafnir.

Það er álit Volleyball.is að krafa um einn útsendingardag á ári sé bæði sanngjörn og eðlileg, eða hvað? Blaksamband Íslands verður að leita lausna og samvinnu við RÚV um framtíð íþróttarinnar í sjónvarpi enda brýnt hagsmunamál á ferðinni. RÚV verður líka að sýna sanngirni og sinna blakíþróttinni eins og öðrum íþróttagreinum! Það er auðvelt að segja að við getum ekki sýnt bikarúrslitaleikina vegna skorts á fjármunum það er ekki lausn heldur ófremdarástand sem að ekki verður búið við.


Athugasemdir

SvŠ­i

ę VOLLEYBALL.IS 2016