U17 landsli­ st˙lkna tapa­i fyrir SvÝum

U17 landsli­ st˙lkna tapa­i fyrir SvÝum Ůa­ var aldrei nein spurning hver myndi hafa sigurinn Ý Kettering Ý morgun ■egar a­ Ýslenska li­i­ mŠtti ■vÝ

U17 landsli­ st˙lkna tapa­i fyrir SvÝum

═sland sŠkir ß SvÝa
═sland sŠkir ß SvÝa

Það var aldrei nein spurning hver myndi hafa sigurinn í Kettering í morgun þegar að íslenska liðið mætti því sænska sem að vann öruggt í þremur hrinum. Skor var sem hér segir: 3-0 (25-15, 25-11, 25-7).

Þær sænsku voru greinilega einu númeri of stórar fyrir íslenska liðið. Þess úrslit þýða að Ísland mun leik í neðri hlutanum.

Lið Íslands á mótinu er skipað eftirtöldum leikmönnum:

María Rún Karlsdóttir
Eydís E Gunnarsdóttir
Helena L Magnúsdóttir
Mariam Eradze
Elísabet Einarsdóttir
Herborg V Leifsdóttir
Thelma Grétarsdóttir
Guðbjör Valdimarsdóttir
Bergþóra Þórarinsdóttir
Sóley A Sigvaldadóttir
Rósborg Halldórsdóttir
Sigdis Lind Sigurðardóttir

Það vekur athygli að á heimasíðu enska sambandsins eru nafngreindar 23 stúlkur í liðinu. Það verður að teljast einkennilegt. Nokkuð sleifaralag hefur verið að mótsupplýsingum en það er eins og úrslit og skipulag fyrir mótið hafi ekki verið til staðar en úr hefur ræst á hverjum degi. Að mati Volleyball.is þá er ljóst að menn verða að bera virðingu fyrir þessu litlu atriðum enda geta fjölmiðlar ekki sótt sér upplýsingar í tíma. Heimasíða BLÍ hefur þó verið uppfærð og er vel við haldið. Það er samt sama sagan með tölfræðina full nöfn íslensku leikmanna eru ekki til staðar en fararstjórn verður að bæta úr slíku.  Athugasemdir

SvŠ­i

ę VOLLEYBALL.IS 2016