Tveggja vikna fríi lokið

Tveggja vikna fríi lokið Mikasa deildir karla og kvenna hafa farið aftur af stað eftir 2 vikna frí en um helgina mætast Þróttur N. og Stjarnan í

Tveggja vikna fríi lokið

Blakbræður
Blakbræður

Mikasa deild karla og kvenna hafa farið aftur af stað eftir 2 vikna frí en um helgina mætast Þróttur N. og Stjarnan í karlaflokki í Neskaupstað í tveimur leikjum. Þegar þetta er skrifað þá er fyrri leik liðanna lokið en Þróttur N. vann 3-2. Leikurinn varð maraþonleikur en skor í hrinum var sem hér segir: (27:29, 23:25, 29:27, 25:23, 15:9). Leiktíminn var 140 mínútur sem verður að teljast sérstakt í nýja stigakerfinu. En þegar farið yfir skorið þá sést að hrinurnar voru einstaklega jafnar. Stjarnan vann fyrstu tvær hrinurnar en Þróttur svaraði með því að vinna þrjár næstu.

Að venju börðust Hlöðverssynir beggja vegna netsins en þegar þessi lið mætast er ávallt um sannkallaðan bræðraslag því þeir Geir og Hlöðver í Þrótti eru bræður þeirra Ástþórs, Róberts og Vignis í Stjörnunni.


Athugasemdir

Svæði

© VOLLEYBALL.IS 2016