Ţróttur N. tapađi fyrsta leik sínum

Ţróttur N. tapađi fyrsta leik sínum Kvennaliđ Ţróttar N. sem ađ dvelst í Danmörku ţessa helgina og tekur ţátt NEVZA móti félagsliđa tapađi í kvöld 3-0

Ţróttur N. tapađi fyrsta leik sínum

Mynd heimasíđa Ţróttar N.
Mynd heimasíđa Ţróttar N.

Kvennalið Þróttar N. sem að dvelst í Danmörku þessa helgina og tekur þátt NEVZA móti félagsliða tapaði í kvöld 3-0 fyrir sænska liðinu Svedala sem að leikur í Elituserien. Skor var sem hér segir: 3-0 (25-17, 25-18, 25-13).

Þetta er í fyrsta skipti sem að lið Þróttar N. tekur þátt í Norðurlandamóti félagsliða en HK kvenna var fyrst liða til þess að taka þátt í þessari keppni. Jóna Harpa Viggósdóttir fyrrum leikmaður Þróttar N. býr nú í Danmörku og fylgist með sínu gamla liði eins og hún greinir frá á fésbók síðu sinni https://www.facebook.com/jona.viggosdottir

Þess ber að geta að þetta er fyrsti ósigur Þróttar N. í langan tíma en liðið fór í gegnum Íslandsmótið án þess að tapa leik í fyrra.


Athugasemdir

Svćđi

© VOLLEYBALL.IS 2016