Strákarnir töpuđu aftur fyrir Englandi en unnu Fćreyinga

Strákarnir töpuđu aftur fyrir Englandi en unnu Fćreyinga Ţađ var viđ ramman reip ađ draga hjá U17 landsliđi pilta en ţeir töpuđu 1-3 fyrir Englandi í

Strákarnir töpuđu aftur fyrir Englandi en unnu Fćreyinga

Úr leik Íslands og Englands
Úr leik Íslands og Englands

Það var við ramman reip að draga hjá U17 landsliði pilta en þeir töpuðu 1-3 fyrir Englandi í umspilinu um sæti 5 - 7 seinnipartinn í dag. Skorið í hrinum var sem hér segir: (22-25, 25-14, 6-25, 23-25). Það varð því hlutskipti Íslands að leika við Færeyinga um 6. og 7. sætið. 

Leikurinn við Færeyinga lauk nú kvöld en þar höfðu íslensku strákarnir sinn fyrsta og eina sigur í mótinu en þeir unnu 3-0 (25-20, 25-18, 25-18). Þessi úrslit þýða að Ísland hafnar í 6. sætinu.

Úrslit úr leikjum Íslands:

Finnland - Ísland: 3-1  (25-11, 23-25, 25-17, 25-16)

Ísland - Noregur:  0-3  (23-25, 23-25, 17-25)

Ísland - England:  0-3 (23-25, 19-25, 21-25)

Ísland - England:  1-3 (22-25, 25-14, 6-25, 25-23) Leikur um sæti 5-7

Ísland - Færeyjar: 3-0 (25-20, 25-18, 25-18) Leikur um 6. sætið (Lokaniðurstaða 6. sæti)


Athugasemdir

Svćđi

© VOLLEYBALL.IS 2016