Mun stjórn BLÍ beita sektum

Mun stjórn BLÍ beita sektum

Mun stjórn BLÍ beita sektum

Frá bikarkeppni BLÍ. Mynd: BLÍ
Frá bikarkeppni BLÍ. Mynd: BLÍ

Bikarkeppni BLÍ hefur á síðustu árum verið flaggskip og jafnframt andlit blakíþróttarinnar á Íslandi. Það var jákvætt skref að breyta formi keppninnar þar sem úr varð vegleg lokakeppni í sjónvarpi. Eitthvað sem að höfðar til almennings og er í takt við þá kröfu að íþróttaviðburðir hafi skemmtanagildi.

Það verður hins vegar að koma fram að félögin verða að taka þátt í uppbyggingarstarfinu og skipuleggja sig fram í tímann. Það gengur ekki að félög skrái sig til leiks og dragi síðan lið sín úr keppni. Auðvitað geta margvíslegar ástæður legið þar að baki en grundvallaratriðið ætti að vera að taka þátt í formlegum keppnum. Annað gengur ekki upp.

Nú þegar ljóst er að félög hafa dregið lið sín úr keppni þá er spurning hvort að þau kunna að verða sektuð fyrir vikið. Reglugerð BLÍ um bikarkeppnina sér ekki fyrir slík úrræði en þegar þetta er ritað þá hefur ekkert komið fram hvernig tekið verður á málum.


Athugasemdir

Svćđi

© VOLLEYBALL.IS 2016