Lítið um fréttir frá Kettering

Lítið um fréttir frá Kettering Íslensku U17 landslið pilta og stúlkna dveljast þessa dagana í Kettering á Englandi þar sem að þau taka þátt í NEVZA

Lítið um fréttir frá Kettering

Íslensku U17 landslið pilta og stúlkna dveljast þessa dagana í Kettering á Englandi þar sem að þau taka þátt í NEVZA mótunum. Nafnið eitt og sér vekur einnig athygli þar sem að fáir vita fyrir hvað það stendur.

Stúlknaliðið lék við Dani í gærkvöld og tapaði 0-3 en liðið átti þó ágæta spretti inn á milli. Piltalandsliðið laut einnig í lægra haldi fyrir Finnum 3-1. Þetta kemur fram á heimasíðu BLÍ í dag en það vekur athygli að það er engar upplýsingar að fá um mótið sjálft á heimasíðu NEVZA eða Evrópublaksambandsins eða framkvæmdaraðila á Englandi. Það er þó linkur gefin á vefútsendingu http://www.youtube.com/watch?v=6M_ZRlS-uiA

Annað sem vekur athygli er að bæði mótin eru leikin á 4 völlum í sama húsi en það eitt og sér verður að teljast sérstakt en ljóst er að upplýsingaflæðið mætti vera mun betra.


Athugasemdir

Svæði

© VOLLEYBALL.IS 2016