Kvennalið Póllands ekki á HM á Ítalíu 2014

Kvennalið Póllands ekki á HM á Ítalíu 2014 Í upphafi janúar voru síðustu riðlarnir í forkeppni HM kvenna 2014 leiknir. Það er skemmst að greina frá því að

Kvennalið Póllands ekki á HM á Ítalíu 2014

Katarzyna Gaiga Póllandi
Katarzyna Gaiga Póllandi

Í upphafi janúar voru síðustu riðlarnir í forkeppni HM kvenna 2014 leiknir. Það er skemmst að greina frá því að hið sterka lið Póllands er ekki á meðal þeirra bestu þrátt fyrir að allir hafi búist við liðinu þangað.

Þrátt fyrir að Pólverjar hafi verið á heimavelli í Lodz þá lágu þær 3-0 fyrir þeim Belgísku en hrinurnar enduðu 25-20, 25-20, 27-25. Vonbrigðin voru mikil hjá pólska liðinu sem að fór hreinlega á taugum fyrir fullu húsi stuðningsmanna.

Þau 8 lið frá Evrópu sem hafa tryggt sér sæti í lokakeppni HM kvenna á Ítalíu eru: Aserbaijan, Belgía, Búlgaría, Rússland, Holland, Serbía, Tyrkland auk gestgjafanna sjálfra Ítalíu.

Það má búast við því að dregið verði í lokariðlana á Ítalíu mars n.k. þegar að forkeppni HM líkur í Afiríku en tveir riðlar eru þar eftir.


Athugasemdir

Svæði

© VOLLEYBALL.IS 2016