U17 landslið kvenna skellti Englandi

U17 landslið kvenna skellti Englandi Það er ánægjulegt að greina frá því að Ísland skellti liði Engalands í þremur hrinum gegn engri í Kettering á

U17 landslið kvenna skellti Englandi

Íslensku stelpurnar í leikhléi
Íslensku stelpurnar í leikhléi

Það er ánægjulegt að greina frá því að Ísland skellti liði Engalands í þremur hrinum gegn engri í Kettering á Englandi þar sem að NEVZA mótið U17 landsliða fer fram. Það eru jákvæðar fréttir fyrir okkar lið. Fyrstu tvær hrinurnar vour jafnar en úrslit urðu sem hér segir: 3-0 (25-22, 26-24 og 25-13).

Þetta eru í raun og veru frábærar fréttir enda íslensku stelpurnar margar hverjar að stíga sín fyrstu skref og úrslitin samt góð á móti milljóna þjóð sem sú enska er. Það verður fróðlegt að sjá framhaldið hjá Miglenu Apostolovu. Þess ber að geta að Jason Ívarsson formaður BLÍ er fararstjóri í ferðinni. Til hamingju Ísland!!

Tölfræði leiksins: http://volleymedia.dyndns.org/docs/G5%20England%20V%20Iceland.pdf

Facebook síða mótsins með myndum: https://www.facebook.com/media/set/?set=a.10151943204705935.1073741850.109254325934&type=3

 


Athugasemdir

Svæði

© VOLLEYBALL.IS 2016