Ísland vann England aftur í U17 kvenna

Ísland vann England aftur í U17 kvenna Íslensku stelpurnar náðu að vinna England aftur í umspilinu um 5. 6. og 7. sætið. Leikurinn vannst 3-1 en skor í

Ísland vann England aftur í U17 kvenna

Íslensku stelpurnar náðu að vinna England aftur í umspilinu um 5. 6. og 7. sætið. Leikurinn vannst 3-1 en skor í hrinum  sem hér segir: 25-27, 25-11, 25-18, 25-21. Það er því ljóst að Ísland leikur um 5. og 6. sætið á móti Færeyjum. Miðað við úrslitin úr leikjum Færeyinga þá verður að teljast líklegt að íslensku stelpurnar hafni í fimmta sætinu en það er þó ekkert sjálfgefið þar sem að um er að ræða 5 leikinn á aðeins 3 dögum. Það vekur athygli að úrslitin úr leik Færeyja og Finnlands eru ekki rétt skráð á heimasíðu mótsins en væntanlega hafa Færeyingar tapaði þeim leik 3-0.

Úrslitin úr leikjum Íslands fara hér að neðan:

Danmörk – Ísland: 3-0 (25-20, 25-23, 25-17)

England – Ísland:   0-3 (22-25, 24-26, 13-25)

Ísland – Noregur:   0-3 (16-25, 14-25, 22-25)

Svíþjóð - Ísland:    3-0 (25-15, 25-11, 25-7)

Ísland – England:   3-1 (25-27, 25-11, 25-18, 25-21)


Athugasemdir

Svæði

© VOLLEYBALL.IS 2016