Formaður Pólska blaksambandsins hnepptur í varðhald

Formaður Pólska blaksambandsins hnepptur í varðhald

Formaður Pólska blaksambandsins hnepptur í varðhald

Eftir vel heppnaða Heimseistarakeppni í Póllandi þá má segja að sjokkið hafi komið í síðustu viku þegar að formaður pólska blaksambandsins Miroslav Prepzelski var hnepptur í varðhald vegna spillingaásakana. Pólska lögreglan þ.e. efnahagsbrotadeild hennar Polish Anti-Corruption Agency (CBA) hneppti pólska formanninn og varaformanninn í varðhald í síðustu viku.


Þetta eru ekki góðar fréttir en margir hafa litið á hann sem einn af hugsanlegum kandidötum í formann Evrópublaksambandsins. Þess ber að geta að formaður pólska sambandsins er í stjórn alþjóðasambandsins sem að má ekki við frekari spillingarumræðu þessa dagana en formaður alþjóðasambandsins hefur legið undir miklum ámælum í heimalandinu vegna ýmissa ásakana, svo sem að hygla vinum sínum, fjármálaóreiðu og innherjaviðskiptum.


Frekari upplýsingar má finna hér:

http://www.ceeinsight.net/2014/11/18/polish-anti-corruption-agency-detains-head-polish-volleyball-association/

http://www.reuters.com/article/2014/11/15/us-volleyball-poland-idUSKCN0IZ0SY20141115Athugasemdir

Svæði

© VOLLEYBALL.IS 2016