Bikarkeppnin í uppnámi

Bikarkeppnin í uppnámi Fréttir hafa borist af því að stjórn BLÍ hafi borist bréf frá félögum á Reykjavíkursvæðinu vegna bikarkeppni BLÍ. Í umræddu bréfi

Bikarkeppnin í uppnámi

Frá bikarkeppninni 2013
Frá bikarkeppninni 2013

Fréttir hafa borist af því að stjórn BLÍ hafi borist bréf frá félögum á Reykjavíkursvæðinu vegna bikarkeppni BLÍ. Í umræddu bréfi sem að hefur ekki verið gert opinbert þá fara félögin á Reykjavíkursvæðinu fram á að fyrirkomulagi bikarkeppninnar verði breytt þetta árið og að forkeppnin fari fram í Reykjavík en ekki í Neskaupstað. Það er rétt að geta þess að skráningafrestur rann út 22. september sl.

Í téðu bréfi eru stjórn BLÍ settir úrslitakostir með framkvæmd keppninnar. Það er rétt að geta þess að ein ástæða fyrir þessu er sú staðreynd að fá lið hafa skráð sig til leiks og þess vegna er bara um eina forkeppni að ræða en ekki tvær eins og verið hefur.

Það verður fróðlegt að fylgjast með framgangi þessa máls.


Athugasemdir

Svæði

© VOLLEYBALL.IS 2016