Sunnudagshugvekjan

Sunnudagshugvekjan Ůa­ ver­ur a­ telja ■a­ jßkvŠ­ar frÚttir a­ Blaksamband ═slands rß­ist Ý ■a­ a­ halda karla- og kvennari­lana Ý Evrˇpumˇti smß■jˇ­a ß

Sunnudagshugvekjan

U19 landsli­ kvenna
U19 landsli­ kvenna

Það verður að telja það jákvæðar fréttir að Blaksamband Íslands ráðist í það að halda karla- og kvennariðlana í Evrópumóti smáþjóða á Íslandi 2014. 

Eitt veigamesta atriðið fyrir íslenskt blak er að fá keppnir til Íslands svo leikmenn hafi að einhverju að stefna og síðast en ekki síst til þess að afla blakinu meiri kynningar á meðal landsmanna. Þetta er hreinlega lífssursmál fyrir frekari framgang greinarinnar, grunnur að bættri ímynd og aukinni umfjöllun til lengri tíma litið.

Mótahald með þátttöku erlendra liða hleypir einnig lífi í starfið og leysir nýja orku úr læðingi. Mótahald kallar á mikla skipulagsvinnu, samstarf við fjölmiðla, stuðningsaðila auk annarra hagsmunaaðila.

Blaksamband Íslands hefur alla burði til þess að takast á við verkefnið en menn verða að vera forsjálir og leita samstarfs við sem flesta aðila og skipuleggja mótin í þaula enda kann góð framkvæmd að sýna Evrópublaksambandinu að Ísland er álitlegur kostur fyrir framtíðarmótahald. Hér er allt til staðar, frábær mannvirki, löglegir blakdúkar sem og annar búnaður til þess að halda mótin. Þar fyrir utan eru hótel og samgöngur í góðum skorðum í henni Reykjavík þar sem að stutt er að fara til og frá leikstað.

Forystumennirnir verða að vera kjarkmiklir og leita allra leiða til þess að fá meðbyr með blakinu. Forsendur fyrir góðu mótahaldi eru til staðar, en menn verða að vinna vel, og huga vel að smáatriðunum. Í þessu sambandi er rétt að benda á tölvukerfi og úrvinnslu gagna sem að mætti bæta til muna frá því sem nú er.

Menn verða einnig að reyna að komast út úr hugmyndafræði smáþjóðaleikanna. Það þarf nýja hugsun og ný úrræði til þess að vinna leikinn áfram og það er vel að Blaksamband Íslands hefur tekið stefnumótandi ákvörðun fyrir 2014 sem Volleyball.is er viss um að muni reynast farsæl þegar upp er staðið fyrir blakið.


Athugasemdir

SvŠ­i

ę VOLLEYBALL.IS 2016